Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Komutími og brottför

Komutími á Heilsustofnun NLFÍ er kl. 12:30-14:00 innlagnardag. Dvalargestir eru beðnir um að rýma herbergi fyrir kl. 10:00 brottfarardag. Vinsamlega athugið að fólk þarf að vera sjálfbjarga til að geta nýtt sér endurhæfingu á Heilsustofnun og geta farið sjálft um langa ganga innanhúss.

Minnislisti:

  • Sundföt, baðhandklæði, baðsloppur, inniskór, vekjaraklukka, föt og skór til æfinga innanhúss og útivistar.
  • Öll lyf sem þú tekur. Afrit af blóðrannsóknum seinustu sex mánaða.
  • Hjálpartæki s.s. göngugrind, hækjur eða stafur.
  • Sumum finnst gott að hafa sinn eigin kodda.
  • Þráðlaust net er í öllum herbergjum og á flestum almenningssvæðum.
  • Ganga þarf frá greiðslu strax við komu. Fyrsti og síðasti dagur dvalar reiknast sem einn dagur.

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er reyklaus. Öll meðferð áfengis og tóbaks eru með öllu bönnuð, inni á stofnuninni og á lóð hennar. Sama gildir um rafrettur. Dvalargestum standa til boða áhugahvetjandi viðtöl og stuðningur til reykleysis.

Eftirfarandi þjónusta er í boði á Heilsustofnun:

  • Verslun, hárgreiðslustofa, snyrtistofa og bókasafn er á göngum hússins.
  • Þvottavél og þurrkari er á staðnum, gjaldfrjálst.

Nánari upplýsingar:

Í síma 483 0300 kl. 10-12 virka daga. Fyrirspurnir má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðfestingargjald:

Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald í síðasta lagi átta vikum fyrir innlagnardag. Greiðsluseðill er sendur og gjaldið er óafturkræft.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar