Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Sunnudaginn 28. júní 2015 verður haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmælis Heilsustofnunar NLFÍ að Grænumörk 10 í Hveragerði. Fjölbreytt dagskrá kl. 13:00 - 17:00. 

Frítt verður í sund og opið í Minningarherbergi Jónasar Kristjánssonar læknis. Heimsókn í leirböðin, grænmetismarkaður og myndlistarsýning í Kringlu.

 

Í garðinum við aðalinngang kl. 14:00–14:45

  • Ávarp: Haraldur Erlendsson forstjóri Heilsustofnunar
  • Söngur: Gissur Páll Gissurarson
  • Ávarp: Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
  • Hreyfing og línudans: Íþróttateymi Heilsustofnunar
  • Ávarp: Fulltrúi Hveragerðisbæjar, kveðja frá Hollvinum o.fl.
  • Hljómsveitin Högni og Hælarnir og gestur þeirra, Bryndís Ásmundsdóttir

 

Önnur dagskrá kl. 13:00–17:00

  • 15:00–16:30 Veitingar í boði hússins og tónlist í matsal
  • 15:30 Ganga um heilsustíga með sögulegu ívafi, Kristjana Hrafnkelsdóttir
  • 14:00–16:00 Listasmiðja fyrir börn, umsjón Gréta Berg

 

Í Kapellu

  • 15:00 Jóga, kynning og léttar æfingar, Guðrún Ásta Gunnarsdóttir
  • 15:30 Gjörhygli - að vera í núinu, Margrét Arnljótsdóttir
  • 16:00 Sögustund um Heilsustofnun
  • 15:00–16:30 Varstu að koma? Leikþáttur eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Flytjendur eru Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar