Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Jógakennaranám í vatni

Námskeiði er lokið

Jóga í vatni eru mildir og endurnærandi tímar fyrir líkama, huga og sál. Vatnið mýkir vöðva og liði og hjálpar okkur að auka sveigjanleika okkur á mildan hátt. Í hverjum tíma er upphitun, jógaæfingar, fljótandi slökun og hugleiðsla í heitum potti í lokin.

Hefur þú áhuga á að læra jóga í vatni?
Þann 4. september nk hefst alþjóðlega viðurkennt kennaranám í Jóga í vatni. Það verður kennt á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er kennt í 7 lotum. Hver lota hefst á föstudegi og endar á sunnudegi.

Kennt er frá kl. 8-18 alla daga og er ekki gert ráð fyrir gistingu meðan á kennslu stendur. Verð er 260.000,-kr og er námið viðurkennt 200 klst sérnám hjá Yoga Alliance. Námsgögn og hádegismatur alla dagana á staðnum er innifalinn. Boðið er upp á heitan grænmetisrétt (fiskrétt þó á föstudögum) og súpu og salatbar alla daga.

Kennslulotur voru sem hér segir:

  • 4-6. september,
  • 2.-4. október,
  • 14.-15. nóvember 2015.
  • 15.-17. janúar,
  • 26. - 28. febrúar,
  • 11.-13. mars,
  • 22.-24. apríl 2016.

Kennt var kl. 8-18 alla daga.

Þann 9. júní var aukadagur kl. 10-16 þar sem Valerie Gaillard, zen shiatsu meðferðaraðili og Jahara kennari deilir með okkur visku um heilandi áhrif vatns og slökunar. Hún mun svo í framhaldinu bjóða 6 daga námskeið (opið öllum) í JAHARA sem er vatnsmeðferð.

Jóga í vatni hefur verið kennt undanfarin 4 ár á Íslandi við vaxandi vinsældir. Vegna áhuga sem hefur skapast verður haldið fyrsta jógakennaranámið í vatni haustið 2015 sem mun ljúka vorið 2016. Þetta er 200 klst alþjóðlega viðurkennt nám af Yoga Alliance. 

Um kennarann

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er viðurkenndur RYS 200 jógakennari frá Yoga Alliance, kundalini jógakennari og jógískur ráðgjafi og mun leiða námið auk annarra fagaðila (raddþjálfari, sjúkraþjálfari, sjúkraflutningsmaður og skyndihjálparkennari) til að undirbúa kennara sem best fyrir eigið námskeiðshald. Hún hefur þróað og haldið fjölda námskeiða í jóga í vatni bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sl. 3 ár sem og sótt framhaldsnám í vatnsþjálfun hjá AEA í Bandaríkjunum.

Hver lota varir í 3 daga (föstudaga, laugardaga og sunnudaga í alls 30 klst) og verður farið í nauðsynlega verklega og fræðilega grunnþætti sem lúta að jóga og vatnsþjálfun. Verð 260.000,-kr og er hádegisverður innifalinn alla dagana. (hægt að skipta greiðslum).

Hér er á ferðinni einstakt og hagnýtt nám fyrir alla sem vilja ná tökum á yfirfærslu jógaæfinga í vatni. Farið verður í jógíska heimspeki, fróðleik um hugleiðslu, öndun, jóga og slökun auk þess sem þátttakendur fá grunn í raddþjálfun og námskeið í björgun í vatni sem er lögbundið skilyrði áður en viðkomandi fer að starfa við jógakennslu í vatni (endurmenntun á 2 ára fresti að lágmarki).

Hver nemandi vinnur að auki einn á einn með Arnbjörgu að dýpkun eigin hugleiðslu og jógaiðkunar meðan á námi stendur til að öðlast betri skilning á áhrifum á líf og líðan.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar