Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsustofnun NLFÍ er þátttakandi í samevrópsku verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu og ber heitið ”Gesundheitsbildung durch Prävention” sem mundi útleggjast á íslensku; Heilsuefling með forvörnum. 
Þetta er samstarfsverkefni  þriggja heilsustofnana í Evrópu;  Heilsustofnunnar NLFÍ, Kneippsamtakanna í Unna í Þýskalandi og forvarnarstofnunarinnar PGA (Prophylaktische Gesundheits Arbeit) í  Austurríki.

Verkefnið gengur út á það að með samvinnu þessara stofnana sé hægt að setja saman leiðbeiningar um það hvernig best sé hugað að forvörnum sem ná til sem flestra og með sem minnstum kostnaði. Verkefnið byggir á því að nota „Kneipp“ aðferðir til heilsueflingar og forvarna.

Kneippaðferðir eru kenndar við Sebastian Kneipp (1821- 1897) sem var þýskur prestur og einn af upphafsmönnum náttúrulækninga-stefnunnar. Kneipp er þekktastur fyrir "Kneipplækningar"  í formi vatnslækninga, þ.e. að beita vatni með ýmsum aðferðum, s.s. mismunandi hitastigi og þrýstingi, sem hann sagði hafa lækninga- eða heilunar áhrif.  Kneippbunur er þekktar sem meðferðarform hér á Íslandi og eru notaðar á Heilsustofnun í Hveragerði.

Til að þetta  forvarnarverkefni skilaði sem mestum árgangi var ákveðið að það þurfti að taka þau atriði saman, sem aðilar verkefnisins töldu skipta mestu máli til forvarna og heilsueflingar. Til að reyna að ná til sem flestra borgara í löndunum var ákveðið að búa til póstkort með heilsuskilaboðum sem dreift verður á almenningsstöðum í löndunum þremur. Hér má sjá þau póstkort sem þátttakendur frá Heilsustofnun bjuggu til. Myndirnar sýna fram- og bakhliðar sex póstkorta sem leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar, næringar, jurta, kaldra buna og slökunar.

Ganga er mikilvæg

 Ganga er mikilvæg

 

 

Næring framhlið

Næring er mikilvæg

 

kneipp

kneipp

 

Vatnsleikfimi

Vatnsleikfimi

 

 Fjallagrös

Jurtir bakhlið

 

Virðing

 Virðing bakhlið

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar