Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Sorgin og lífið - ástvinamissir og áföll

Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu

Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi og eru að vinna úr sorg sinni 5.-12. febrúar 2017

Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt þar sem við upplifum allt það „fyrsta án...” og það krefst sérstaklega mikils af okkur. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg (höfuðverkur, svefntruflanir, meltingartruflanir og skortur á orku og frumkvæði) og tilfinningaleg (depurð, leiði, reiði, kvíði, hræðsla), hugræn og félagsleg(óþægindi og óöryggi í félagslegum samskiptum).

Markmið 
Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og finna leiðir til að auka jákvæð bjargráð í erfiðum aðstæðum. Lögð verður áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu. Að auki verður boðið upp á hæfilega hreyfingu og útivist í fallegu umhverfi.

Auk dagskrár er innifalið á námskeiði
- Ljúffengur og hollur matur
- Aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi
- Jóga
- Gjörhygli (mindfulness) og hugleiðsla
- Fræðsla og hóptímar
- Skipulögð ganga
- Slökunartímar
- Leikfimi eða vatnsþrek
- Partanudd og val um leirbað, heilsubað eða nálastungur.

Umsjón er í höndum Bryndísar Einarsdóttur sálfræðings ásamt hópi fagfólks Heilsustofnunnar.

Gott að hafa meðferðis
Sundföt, baðhandklæði, inniskó, vekjaraklukku, föt til æfinga (þægileg íþróttaföt), föt fyrir gönguferðir og þægilega gönguskó.

Ýmislegt
Ýmis þjónusta er í boði s.s. hárgreiðsla, snyrtistofa, verslun, bókasafn og þvottaaðstaða.
Gestir geta bætt við ýmsum meðferðum gegn gjaldi.
Reykingar og/eða áfengisneysla eru ekki leyfðar á meðan dvöl stendur.

Næstu námskeið auglýst síðar.

Verð 145.000 kr. á mann – 137.750 kr. á mann í tvíbýli.

Bókanir og frekari upplýsingar í síma 483 0300 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar