Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings undir heitinu „Þarmar með sjarma!“ á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 1 þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20:00

Reynt verður að svara eftirfarandi spurningum:

  • Eru þarmar með sjarma?
  • Er fæði frummannsins betra fyrir þarmana?
  • Eru þarmar matvandir?
  • Byrjar og endar heilsa okkar í þörmunum?
  • Eru tengsl milli þarma og ADHD?
  • Hefur sykurneysla áhrif á þarma?

Dagskrá:
Frummaðurinn og nútíminn - Haraldur Erlendsson geðlæknir og forstjóri  Heilsustofnunar NLFÍ.
Þarmar með sjarma -  Rakel Fleckenstein Björnsdóttir þýðandi.
Þarmaflóran – okkar eigin hönnun - Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc í næringarlæknisfræði  og MSc nemi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum.

Pallborðsumræður að loknum erindum

Fundarstjóri er Margrét Grímsdóttir  framkvæmdastjóri hjúkrunar  á Heilsustofnun NLFÍ.

Allir velkomnir - Aðgangseyrir 2.000 kr. - Frítt fyrir félagsmenn

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar