Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Laugardaginn 28. nóvember verður haldinn þögull dagur og gefst öllum sem hafa komið á gjörhyglinámskeið (4 vikna og 8 vikna námskeið) tækifæri til að taka þátt þennan dag.

Við byrjum klukkan 10.00 og endum kl 16.00. Dagurinn er þögull og  þögnin byrjar þegar við komum í hús og verður rofin undir lok dagskrárinnar þar sem tími gefst til að ræða upplifunina. Á meðan þögnin stendur yfir horfum við ekki hvort á annað og notum tímann til að vera ein með sjálfum okkur.
Bridget Ýr (Bee) mun leiða okkur í notalega stund og samveru í þögn allan tímann. Hreyfing - hugleiðsla, bæði sitjandi og liggjandi er hluti af dagskrá.

Á staðnum eru dýnur, púðar og teppi sem auðvelda setuna og gott er að vera í þægilegum fötum, við munum einnig gera léttar æfingar.
Te, vatn og ávextir verða á staðnum. Hádegisverður og síðdegishressing er innifalið en hádegishléið verður þögult. 
Það getur verið gott að fara út eftir matinn eða í sund fyrir þá sem það vilja, þannig að takið líka með hlífðarföt, sem hæfa veðri. Góðar gönguleiðir eru í nágrenni Heilsustofnunar. Einnig er aðgangur að baðhúsinu Kjarnalundi innifalinn og er baðhúsið opið til kl.17:30 þennan dag.

Þögli laugardagurinn kostar 6.000 kr. með hádegisverði og aðgangi að baðhúsinu Kjarnalundi - nauðsynlegt er að skrá sig.

Skráning er hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4830300

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar