Gjörhygli - Þögull dagur 28. nóvember

Laugardaginn 28. nóvember verður haldinn þögull dagur og gefst öllum sem hafa komið á gjörhyglinámskeið (4 vikna og 8 vikna námskeið) tækifæri til að taka þátt þennan dag.
Við byrjum klukkan 10.00 og endum kl 16.00. Dagurinn er þögull og þögnin byrjar þegar við komum í hús og verður rofin undir lok dagskrárinnar þar sem tími gefst til að ræða upplifunina. Á meðan þögnin stendur yfir horfum við ekki hvort á annað og notum tímann til að vera ein með sjálfum okkur.
Bridget Ýr (Bee) mun leiða okkur í notalega stund og samveru í þögn allan tímann. Hreyfing - hugleiðsla, bæði sitjandi og liggjandi er hluti af dagskrá.
Á staðnum eru dýnur, púðar og teppi sem auðvelda setuna og gott er að vera í þægilegum fötum, við munum einnig gera léttar æfingar.
Te, vatn og ávextir verða á staðnum. Hádegisverður og síðdegishressing er innifalið en hádegishléið verður þögult.
Það getur verið gott að fara út eftir matinn eða í sund fyrir þá sem það vilja, þannig að takið líka með hlífðarföt, sem hæfa veðri. Góðar gönguleiðir eru í nágrenni Heilsustofnunar. Einnig er aðgangur að baðhúsinu Kjarnalundi innifalinn og er baðhúsið opið til kl.17:30 þennan dag.
Þögli laugardagurinn kostar 6.000 kr. með hádegisverði og aðgangi að baðhúsinu Kjarnalundi - nauðsynlegt er að skrá sig.
Skráning er hjá