
Núvitund - 8 vikur - 19.febrúar 2020
Næsta námskeið hefst 19. febrúar 2020
Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.
Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.
Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.
Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30. - Þögull laugardagur verður 21. mars
Núvitund er þýðing á enska orðinu mindfulness og er einfaldlega það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Að einsetja sér að beina athyglinni að núverandi augnabliki, hlutlaust og taka því eins og það er.
Æ fleiri rannsóknir hafa birst á allra síðustu árum sem hafa sýnt fram á að núvitund nýtist afar vel fólki sem er að berjast við verki, háþrýsting, svefnerfiðleika, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Núvitund nýtist einnig við sálfræðilegum vandamálum, s.s. endurteknu þunglyndi, streitu, kulnun, kvíða og ofsakvíða.
Hvað lærist?
- Að þekkja hvernig hugurinn vinnur
- Að taka eftir þeim stundum sem okkur hættir til að festast í gömlum vana hugans og sogast aftur ofan í gamalkunnuga vanlíðan
- Kynnumst leiðum til að losa okkur frá lítið gagnlegum vana og lærum að beita okkur á annan máta, þ.e.a.s. ef það er það sem við viljum
- Að sjá fegurðina í hinu smáa í heiminum í kringum okkur í stað þess að festast í höfðinu á okkur sjálfum
- Að sýna sjálfum okkur mannúð, í stað þess að óska sífellt eftir því að heimurinn væri öðruvísi, eða keyra okkur áfram við að reyna að ná vonlausum markmiðum
- Leið til þess að vera ekki endalausri í baráttu við okkur sjálf
- Að sættast við okkur eins og við erum, í stað þess að vera endalaust að dæma okkur
Kennari er Bridget "Bee" McEvoy, RPN, en hún hefur kennt núvitund á Heilsustofnun frá árinu 2006
Verð og hvað er innifalið;
Námskeiðið kostar 69.000 kr.
Öll námskeiðsgögn eru innifalin, þ.m.t. hugleiðsluæfingar
Aðgangur að sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi á námskeiðstímanum
Matarklúbbskort sem veitir 30% afslátt af hádegis- og kvöldverði á Heilsustofnun
Nánari upplýsingar á