Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Námskeið í samkennd fyrir dvalargesti

Fjögurra vikna námskeið í september 2017. Námskeiði er lokið  

 Innritun Kynningarfundur Fyrsti tími Útskrift
Mán. - þri. Miðvikudagur Fimmtudagur Mán. - þri.
4. / 5.sept 2017 6.sept 7.sept 2. /3. okt
       

Á þessu námskeiði eru lokaðir hópar með 10-16 dvalargestum. Kennt er í fjórar vikur, átta skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna.

Þetta námskeið er enn í þróun og byggist annars vegar á núvitund og hins vegar á þjálfun í samkennd (compassionate mind training) út frá kenningum prófessors Paul Gilbert.

Á þessu námskeiði er áhersla lögð á að skilja hvernig heilinn hefur þróast í gegnum árþúsundir.  Unnið er út frá nýrri taugasálfræðilegri þekkingu á hvernig heilinn vinnur og sálfræðilegri þekkingu á því hvernig uppeldi og lífsaðstæður hafa mótað okkur.  Á meðan núvitund hjálpar okkur að sjá það sem gerist innra með okkur, vinnur samkenndin að því að efla sterkustu hliðarnar innra með okkur. 

Meðal áhersluatriða er:

  • Skilningur á hvernig þróunin hefur haft áhrif á heilann
  • Skilningur á tilfinningakerfum
  • Skilningur á hvernig umhverfið mótar okkur
  • Skilningur á að það er ekki okkur að kenna hvað við sitjum uppi með, en það er okkar ábyrgð. 
  • Skilningur á samkennd og mikilvægi samkenndar
  • Skilningur á að við getum þjálfað á okkur heilann og hvernig við getum gert það

Fyrirkomulag:
Námskeið í samkennd er eingöngu fyrir þá sem skráðir eru í fjögurra vikna dvöl með beiðni frá lækni. Námskeiðinu fylgja ítarleg vinnubók og hljóðdiskar.
Námskeiðið tekur fjórar vikur, kennt er tvisvar sinnum í viku í tvo tíma í senn. 

Ef þú telur að þetta námskeið gæti hentað þér, er best að hafa samband við innlagnaritara á símatíma eða senda tölvupóst á beidni(hja)heilsustofnun.is
Kennarar á námskeiðunum eru Margrét Arnljótsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og Bridget Ýr McEvoy (Bee) RPN.
Hér má kynna sér störf þeirra frekar og fræðast um notagildi núvitundar/gjörhygli í nútíma líferni.

Skráning á beidni(hja)heilsustofnun.is

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar