Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Námskeiði er lokið.

 

Dagsetningar í vinnslu - námskeið fyrir einstaklinga með þunglyndi, kvíða og streitu

 Innritun 1 Kynningarfundur Fyrsti tími Útskrift
Mán. - þri. Miðvikudagur Fimmtudagur Mán. - þri.
       
 

Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð og er þaulprófað og gagnreynt erlendis. Námskeiðið fer fram í lokuðum hópum með 10-16 dvalargestum, kennt er í átta skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna. Engin einstaklingsviðtöl eru innifalin. 

Breska heilbrigðiskerfið mælir með þessu námskeiði fyrir fólk sem er að glíma við endurtekið þunglyndi. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að fást við kvíða, streitu eða langvarandi verki. 

Tími í núvitund

Tíminn byrjar oft á hugleiðslu og á námskeiðinu er farið inn og út úr hugleiðslu, á milli umræðna og annarra æfinga. Með því að hægja á gefst tími til að skoða hvernig hugurinn vinnur. Það hefur tekið langan tíma að móta huga okkar eins og hann er þannig að hugsanaferlið er oft orðið bæði vanabundið og sjálfvirkt. Við breytum því ekki svo auðveldlega nema við séum tilbúin til þess að leggja á okkur talsverða vinnu við að læra nýjar leiðir.
Þátttakendur  á námskeiði um núvitund þurfa að einsetja sér að hugleiða á hverjum degi á meðan á dvölinni stendur.

Hvað lærist?

  • Að þekkja hvernig hugurinn vinnur
  • Að taka eftir þeim stundum sem okkur hættir til að festast í gömlum vana hugans og sogast aftur ofan í gamalkunna vanlíðan
  • Að kynnast leiðum til að losa okkur frá lítið gagnlegum vana og læra að beita okkur á annan máta, þ.e.a.s. ef það er það sem við viljum
  • Að sjá fegurðina í hinu smáa í heiminum í kringum okkur í stað þess að festast í höfðinu á okkur sjálfum
  • Að sýna sjálfum okkur mannúð, í stað þess að óska sífellt eftir því að heimurinn væri öðruvísi, eða keyra okkur áfram við að reyna að ná vonlausum markmiðum
  • Að sættast við okkur eins og við erum, í stað þess að vera endalaust að dæma okkur

Kennarar á námskeiðunum eru Bridget Ýr McEvoy (Bee) RPN og Eygló Sigmundsdóttirri sálfræðingur. 

Námskeiðunum fylgja ítarleg kennslugögn (vinnubók og geisladiskar með hugleiðslu-æfingum) og kostar þetta efni 6.500 kr. Þátttakendur þurfa að hafa með sér geislaspilara að heiman.

Ef þetta vekur forvitni þína og þú telur að þessi námskeið gætu hentað þér er hægt að hafa samband við innlagnaritara í síma 483 0300 virka daga kl. 10-12.

Einnig má senda tölvupóst á beidni(hja)heilsustofnun.is

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar