Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsustofnun í Hveragerði sigraði í sínum flokki “Innovative Health Spa Program” þegar nýsköpunarverðlaun ESPA, Evrópsku Heilsulindasamtakanna voru veitt við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Róm 11. maí sl.  

Árlega eru veitt verðlaun til aðila innan samtakanna sem skara framúr og er þetta í þriðja sinn sem Heilsustofnun fær nýsköpunarverðlaun.

Nýsköpunarverkefni Heilsustofnunar snýst um streitumeðferð sem Heilsustofnun býður upp á.  Þetta námskeið er ætlað einstaklingum sem er vísað af læknum til Heilsustofnunar, og eru með alvarleg streitueinkenni eða kulnun.  Alvarleg streita er að verða stöðugt stærra vandamál í íslensku þjóðfélagi sem og víðar í hinum vestræna heimi. Rannsóknir sýna að stærsti hópurinn sem þjáist af alvarlegum streitueinkennum er á aldrinum 45-65 ára. Afleiðingar þess geta haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og leitt til örorku. Þessi hópur er einnig mikilvægur á vinnumarkaði og er því þjóðhagslega hagkvæmt að styðja við einstaklinga sem þjást af alvarlegum streituvanda.

Það tvennt sem gerir streitumeðferð á Heilsustofnun sérstaka;

  • Skjólstæðingar dvelja á Heilsustofnun í fjórar vikur og gefst því tækifæri til að stíga út úr sínu streituvaldandi umhverfi og læra nýjar leiðir til að ná heilsu undir leiðsögn sérfræðinga
  • Heildræn þverfagleg meðferð sem einstaklingar fá á Heilsustofnun, mikil fræðsla, viðtöl við lækna, geðhjúkrunarfræðinga eða sálfræðinga, ýmis hreyfing, og holl og góð næring

Heilsustofnun vakti mikla athygli hjá öðrum þjóðum á þinginu og er mikill áhugi á því starfi sem þar fer fram.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar