Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Námskeiði er lokið.

 

Streitumeðferð og fræðsla fyrir dvalargesti

Fjögurra vikna námskeið er fyrir þá sem glíma við alvarleg streitueinkenni og/eða kulnun í starfi eða einkalífi. 

 

 Innritun 1 Fyrsti tími Útskrift
þri - mið. Fimmtudagur þri. - mið
     

 

Á þessu námskeiði eru lokaðir hópar með 12-16 dvalargestum. Kennt er í fjórar vikur, átta skipti í tvo samfellda tíma í senn. Gert er ráð fyrir að þátttakendur vinni heimaæfingar á milli tímanna. Boðið er upp á einkaviðtöl á námskeiðinu.

Alvarleg streita er að verða stöðugt stærra vandamál í íslensku þjóðfélagi og rannsóknir sýna að stærsti hópurinn sem þjáist af alvarlegum streitueinkennum er á aldrinum 45-65 ára. Afleiðingar þess geta haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og leitt til örorku.

Á námskeiðinu er einnig hugað að hollri og góðri næringu, hæfilegri hreyfingu og slökun.

Hvað lærist?

  • Að þekkja eigin streituvalda
  • Að þekkja eigin streitueinkenni
  • Kynnast leiðum til að losa okkur við lítið gagnlega vana
  • Að sættast við okkur eins og við erum, í stað þess að dæma okkur
  • Nýjar aðferðir til að takast á við óhjákvæmilega streitu í lífinu
  • Tenging mataræðis og streitu

Kennari og umsjón: Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Námskeiðunum fylgja kennslugögn og verkefnabók

Ef þetta vekur forvitni þína og þú telur að þessi námskeið gætu hentað þér er hægt að hafa samband við innlagnaritara í síma 483 0300 virka daga kl. 10-12.

Einnig má senda tölvupóst á beidni(hja)heilsustofnun.is

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar