Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Tökum stjórnina - streita og kulnun

Næsta námskeið er 22.-27.mars 2020 - þessu námskeiði er frestað

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

  • Ertu að upplifa kulnun í lífi eða starfi?
  • Er þráðurinn stuttur og neistinn farinn?
  • Ertu með stöðuga kvíðatilfinningu?
  • Langar þig að ná aftur tökum á eigin lífi?

Þetta námskeið er fyrir einstaklinga semupplifa sig á barmi kulnunar í lífi og/eða starfi. Á námskeiðinu skoða þátttakendur hverjir eru þeirra helstu streituvaldar og streitueinkenni. Samspil sjálfsmyndar,meðvirkni og streitu er skoðað og kenndar leiðir til að takast á við streitu í eigin lífi.

Lögð er áhersla á að mikilvægi hvíldar, slökunar, hæfilegrar hreyfingar og holls mataræðis á námskeiðinu.

Innifalið:Innifalið:Gisting, ljúffengur og hollur matur, fræðsla og hóptímar, núvitund, jóga og göngur, leikfimi eða vatnsþrek, aðgangur að baðhúsi, sundlaugum og líkamsræktarsal.

Umsjón:Margrét Grímsdóttir, BSc, MSW

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð, 140.000 kr.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar