Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Fjórum sinnum um ævina hef ég verið þar stödd að ég hef þurft nauðsynlega að komast í skjól frá álagi, streitu, hugarþvætti og aukakílóum. Ég hef notið þeirrar blessunar að geta í þessum tilfellum dvalið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Okkur hættir oft til þess að leita langt yfir skammt, en það að geta ekið bara yfir Hellisheiðina og átt slíkan vin sem Heilsustofnunin reynist, er mikið lán í íslensku samfélagi. Enda kemur í ljós að meðalaldur þeirra sem þangað sækja hefur lækkað verulega á síðustu árum og hópurinn orðið fjölbreyttari.

Einu gildir hvert litið er á þessum heilunarstað, hvort sem það er fólkið í móttökunni, sundlauginni, ræstingunni eða hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkranuddarar eða -þjálfarar, eldhúsfólkið sem ber fram þennan næringar- og litríka mat; alls staðar er valinn maður í hverju rúmi. Hvers kyns asi og ónot eru fjarri heldur ríkir andrúmsloft virðingar, vináttu og hvatningar sem verður til þess að gestir hússins tileinka sér falleg samskipti. Enda sér maður vináttu skapast milli fólks þar sem gott samtal fær að þróast, lífssögur eru sagðar og sorgum og gleði deilt. Augljós metnaður sem um leið virkar svo áreynslulaus birtist í öllum aðbúnaði. Eins eru fyrirlestrar um gildi húmors og núvitundar, aðferðir við slökun og minnisþjálfun eða hvernig vinna má með verki og bæta mataræði hver öðrum betri. Landsmenn eru lánsamir að eiga svona heilagan stað sem fengið hefur að þróast og blómstra í áranna rás.

Ég get alltaf af heilu hjarta hvatt fólk sem mætt hefur áföllum, álagi, sorgum og veikindum að fara og dvelja á Heilsustofnun NLFÍ, því ég hef reynt gildi starfseminnar á eigin skinni.

Jóna Hrönn Bolladóttir

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar