Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Fræðsla á Heilsustofnun – Hreyfing, æfingar og fræðsla

Á Heilsustofnun fer fram mikil og öflug heilsuefling þar sem hópur fagfólks vinnur að því að efla heilsu dvalargesta í friðsælu umhverfi Heilustofnunar í Hveragerði.

Þegar dvöl lýkur getur reynst erfitt að viðhalda bættri heilsu og því vill Heilsustofnun stuðla að því að dvalargestir geti haldið áfram að bæta heilsu sína og lífsstíl í sínu nærumhverfi. Því hefur Heilsustofnun tekið saman ýmsa stafræna fræðslu í formi myndbanda, mynda, greina og fyrirlestra sem getur nýst fyrrverandi dvalargestum og öðrum landsmönnum til heilsueflingar.

Nú á tímum COVID-19 veirunnar og takmörkunar á samkomum er mikilvægt að geta boðið landsmönnum upp á að huga að heilsu sinni daglega. Heilsustofnun vill stuðla að því að landsmenn geri allt til bera ábyrgð á eigin heilsu.

Hér má finna hlekk á síðuna.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar