Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Námskeiði er lokið.

 

Þetta er námskeið til að læra það sem á ensku heitir „Compassion Focused Therapy“. Compassion er hugtak sem erfitt er að þýða á íslensku, orðin samkennd og mannúð ná því að einhverju leyti, en hafa ber í huga að compassion er einnig hægt að beina að manni sjálfrum, þ.e. að sýna sjálfum sér samkennd andspænis erfiðum tilfinningum og of mikilli sjálfsgagnrýni.

Kjarninn í samkennd felur í sér bæði góðvild og hugrekki til að nálgast þá hluti sem hræða okkur eða okkur finnast óþægilegir.

Samkenndarmiðuð meðferð er ung meðferðarleið sem sálfræðingurinn og prófessorinn Paul Gilbert í Bretlandi hefur lagt fram og þróað. Hún byggir á mörgum grunnstoðum m.a. á þekkingu okkar á því hvernig maðurinn hefur þróast í gegnum aldirnar, þekkingu á taugasálfræði og hvernig heili okkar vinnur. Þarna er gamalli austrænni visku blandað saman við nýja klíníska sálfræði, þróunar-og þroskasálfræði.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar