Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

COVID hefur gjörbreytt hópnum sem glímir við streitu, fólk sem var í kulnun fékk hlé og aðrir lentu í vanda. Á Heilsustofnun fær þetta fólk að einblína á batann.

Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir mjög breiðan aldurshóp koma til dvalar á Heilsustofnun og að hópur dvalargesta sé sífellt að yngjast. Þangað komi fólk í endurhæfingu meðal annars vegna langvinnra verkja, offituog efnaskiptasjúkdóma, streitu, kulnunar og geðrænna vandamála eins og kvíða og þunglyndis.

„Það má segja að COVID hafi umpólað streituhópnum. Fólk sem var að koma inn vegna mikillar streitu hefur verið alsælt með að þurfa að hægja á, en á móti höfum við séð fólk sem hafði lífið í góðum takti lenda í vanda,“ segir Margrét. „Við það að þurfa að vinna heima hafa komið upp samskiptavandamál við maka eða innan fjölskyldunnar, það hefur verið meira álag við að standa sig vel í starfi á sama tíma og að sjá um börn og heimili og laun hafa jafnvel lækkað. Fólk glímir við svefntruflanir, lifnaðarhættir hafa versnað auk þess að finna fyrir auknum kvíða og streitu.

Starfsfólkið okkar er duglegt að afla sér nýrrar þekkingar í endurhæfingu og hluti af meðferðinni núna er til dæmis samkenndarmiðuð nálgun, sem tengist inn á núvitund,“ segir Margrét. „Hér er mjög öflug sjúkraþjálfun og nuddmeðferðir auk ýmissa annarra meðferða sem stuðlar að góðum árangri í endurhæfingunni.

Við mælum árangurinn af endurhæfingunni með ýmsum mælitækjum og sjáum að árangurinn er mjög góður, bæði andlega og líkamlega,“ segir Margrét. „Í yfir 95% tilfella er hægt að sjá mælanlegan jákvæðan árangur. Hér dvelur fólk allan sólarhringinn. Hér dvelur fólk allan sólarhringinn og margir tala um hvað það skipti miklu máli að stíga út úr krefjandi amstri daglegs lífs inn í aðstæður þar sem þú hefur tækifæri til að vinna markvisst með sjálfan þig í 4-6 vikur,“ segir Margrét.„Það hjálpar til dæmis fólki sem glímir við streitu gríðarlega að stíga út úr þeim aðstæðum sem komu því í kulnun. Fólk nær að hlaða batteríin og safna orku, sem er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandamálið. Það er mjög ánægjulegt að sjá einstaklinga ná betri tökum á sínum vanda og fara héðan með aukinn styrk út í lífið.“

Viðtalið er hluti af kynningarblaði Heilsustofnunar Fréttablaðinu þann 21.11.2020.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar