Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Á Heilsustofnun hefur verið lífræn ræktun í nær hálfa öld. Halldór Steinsson er yfirmatreiðslumaður og hefur séð um eldhúsið í átta ár. Í matstofu Jónasar hefur alla tíð verið boðið upp á grænmetisfæði og veganrétti auk þess sem fiskur er tvo daga í viku.

Lögð er áhersla á holla og góða rétti úr nærliggjandi umhverfi og Halldór segir að það sé bæði krefjandi og skemmtilegt að elda fjölbreytta rétti fyrir gesti á öllum aldri.

halldor steinsson„Hér er gott að starfa,“ segir hann. „Ég starfaði áður á veitingahúsum í Reykjavík en mér hefur fundist mjög skemmtilegt að takast á við matargerðina hér og frábært að geta haft áhrif á hvaða grænmeti er ræktað fyrir okkur. Auk þess fæ ég flestar kryddjurtir héðan af svæðinu,“ segir hann. „Yfirleitt heyri ég bara þakklæti frá gestum.

Sumir eru ekki vanir því að vera á grænmetisfæði og finnst það skrítið fyrst, en það venst og fólk fer ánægt héðan,“ segir hann. „Reyndar eru fiskidagarnir mjög vinsælir,“ segir hann. „Á venjulegum tímum erum við með stórt salatborð, súpur, nýbakað brauð og fjölbreytta grænmetisrétti á orðum. Oft erum við að elda fyrir 200 manns í hádeginu, en margir koma í mat þótt þeir dvelji ekki á Heilsustofnun. Núna er staðurinn lokaður fyrir utanaðkomandi og sóttvarnareglur í hávegum hafðar,“ segir hann. „Það eru forréttindi fyrir matreiðslumann að fá að vinna í þessu umhverfi auk þess sem það er frábært að vera í Hveragerði,“ segir Halldór, en á Heilsustofnun er boðið upp á morgunverð, hádegismat, miðdagshressingu, kvöldmat og kvöldhressingu.

Halldór Steinsson yfirmatreiðslumaður hefur tekið saman tæplega 90 uppskriftir af ýmsum réttum, s.s. Borgarar og buff, Grænmetisréttir, Súpur, Hummus, Brauð og kex og margt fleira. Í bókinni er einnig ýmis fróðleikur.

Bókin er seld á Heilsustofnun í Matstofu Jónasar en einnig er hægt að panta hana hér; https://www.salka.is/products/uppskriftir-heilsustofnunar

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar