Störf sem undanskilin eru verkfallsheimild
Auglýsing um skrá yfir störf hjá Heilsustofnun í Hveragerði, sem eru undanskilin verkfallsheimild.
Skrá yfir þau störf sem eru undanskilin verkfallsheimild, skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna með síðari breytingum, en falla undir 3. – 6. tölulið 1. mgr:
Starfsheiti Stöðugildi Stéttarfélag
- Hjúkrunarforstjóri 1,0 stöðugildi - FÍH
- Hjúkrunardeildarstjóri 0,8 stöðugildi - FÍH
- Hjúkrunarfræðingar 4,2 stöðugildi - FÍH
- Sjúkraliðar 4,2 stöðugildi - SLFÍ
Lágmarksöryggismönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er eftirfarandi:
- Morgunvaktir virka daga, 1 hjúkrunarfræðingur og 1 sjúkraliði
- Morgunvaktir um helgar, 1 hjúkrunarfræðingur og 1 sjúkraliði
- Kvöldvaktir alla daga, 1 hjúkrunarfræðingur og 1 sjúkraliði
- Næturvaktir alla daga, 1 hjúkrunarfræðingur og 1 sjúkraliði