Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

20. ágúst 2021

Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu. Það verkefni gekk vel og endurhæfingarstarf hófst aftur fimmtudaginn 19. ágúst. 52 eru nú í sóttkví vegna þess.

Tilkynning barst í morgun frá smitrakningateymi ríkislögreglustjóra um annað smit sem er óskylt hinu fyrra. Unnið er að smitrakningu en ekki er talin þörf á að gera hlé á starfseminni.

Við þurfum að viðhafa strangar sóttvarnir á Heilsustofnun. Við biðjum alla, starfsfólk, dvalargesti og aðra gesti að fara sérlega varlega í allri umgengni og ekki koma inn á stofnunina ef þeir eru með einhver flensulík einkenni, hita, slappleika eða hósta af hvaða orsökum sem er.

Væntanlegir dvalargestir þurfa að vera fullbólusettir áður en þeir koma í dvöl.  Allir starfsmenn okkar eru fullbólusettir.

Gæta þarf sérstaklega vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum, góðum handþvotti, sprittun og 1 metra fjarlægð. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum á stofnuninni og sérstaklega hvað varðar almenna snertifleti.  Sprittstandar og -brúsar eru víða um húsið.

Allir þurfa að spritta hendur áður en farið er í matsal og tækjasal og einnig á eftir. Einnig er mikilvægt að spritta hendur fyrir og eftir spil og dagblaðalestur og gæta sín á öðrum sameiginlegum snertiflötum t.d. hurðarhúnum.

Við biðjum dvalargesti um að halda kyrru fyrir á stofnuninni eins og kostur er. Heimsóknir eru einungis leyfðar í sérstökum tilfellum og takmarkast við fullbólusetta gesti.

Grímuskylda er nú á Heilsustofnun.

Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir flensulíkum einkennum. Ef minnsti grunur er um COVID-19 fer viðkomandi í sýnatöku og er beðinn um að bíða svars heima ef kostur er. Dvalargestir með önnur smitandi veikindi, svo sem hita eða  hósta, mega ekki taka þátt í neinum tímum eða meðferðum meðan á veikindum stendur. Þeim stendur til boða að fara heim og fresta dvöl.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar