Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Námskeiði er lokið.

 

Úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund. Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags með Rósu Richter, sálfræðing og listmeðferðarfræðing.

Ert þú tilbúin/n að að bæta líðan þína og breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að skoða rót vandans, vinna úr áföllum og byggja upp nýja framtíðarsýn?

Þetta námskeið hentar þeim sem eru tilbúnir að takast á við rót vandans, öðlast betri skilning á eigin sálarlífi, vinna úr áföllum, öðlast grunnþekkingu á hugleiðslu og leysa úr læðingi sköpunarkraft sinn og gleði með listinni. Það verður leirað, málað, dansað og sungið.

Með hjálp EMDR, sem talin er áhrifaríkasta áfallameðferð sem býðst í dag, göldrum listmeðferðarinnar, mætti hugleiðslunnar og hreyfingu úti í náttúrunni býður þetta námskeið upp á raunverulegt tækifæri til sjálfsskoðunar, endurnýjunar og breytingar.

Í EMDR-úrvinnslu deila þátttakendur ekki áföllum sínum með hópnum; hver og einn vinnur út af fyrir sig.

Námskeiðið er haldið í heilandi umhverfi Heilsustofnunar, gisting og ljúffengt heilsufæði er innifalið ásamt aðgengi að allri aðstöðu.

Hér má finna nánari upplýsingar

Verð 85.000 kr.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar