Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Innlagnaritari óskast til starfa

Staða heilbrigðisgagnafræðings er laus til umsóknar. Önnur heilbrigðismenntun kemur einnig til greina. Starfshlutfall er 80% eða eftir samkomulagi. Starfið felst í innskráningum dvalargesta og læknaritun.

Menntunar- og hæfniskröfur

Heilbrigðisgagnafræðingur eða önnur heilbrigðismenntun

Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Skipulagshæfni og frumkvæði

Fríðindi í starfi

Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu
er í boði hollt og gott grænmetisfæði.

Nánari upplýsingar veitir:

Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s. 483 0330.

 

Sjúkraþjálfari óskast til starfa

Sjúkraþjálfari óskast til starfa á Heilsustofnun í Hveragerði
Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað

Hæfniskröfur:
- Íslenskt starfsleyfi
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Góð þjónustulund og færni í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Helstu verkefni:
- Sjúkraþjálfun
- Kennsla í hóptímum
- Útigöngur og fræðsla
- Þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi

Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu
er í boði hollt og gott grænmetisfæði. Möguleiki er á húsnæði á staðnum
og einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn.

Nánari upplýsingar veita Sigrún Vala Björnsdóttir yfirsjúkraþjálfari,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 483 0300.

 

Hjúkrunarfræðingur - sumarafleysingar

Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Heilsustofnun í Hveragerði. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfið felur í sér
einstaklingsmiðaða hjúkrun, almenn hjúkrunarstörf og fræðslu. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

Íslenskt starfsleyfi og góð íslenskukunnátta
Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
Reynsla af þverfaglegu meðferðarstarfi er kostur
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum 

Fríðindi í starfi

Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu er í boði hollt og gott grænmetisfæði. Möguleiki er á húsnæði á staðnum og einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn.

Umsóknir með ferilskrá berist til mannauðsstjóra á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Stefanía Sigurjónsdóttir deildarstjóri hjúkrunar – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. s. 4830300

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar