Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Núvitund á Heilsustofnun

Á síðustu árum hefur athygli vestrænna vísindamanna beinst að því hvernig fornar hugleiðsluaðferðir geta nýst okkur í daglegu lífi og hjálpað okkur að finna kyrrð innra með okkur og í framhaldi átt auðveldara með að fást við þá streitu og erfiðleika sem lífið leggur óhjákvæmilega á okkur. 

Andleg líðan

Fræðsluröð um andlega líðan

Þunglyndi
Í fyrirlestrinum er fjallað um staðreyndir um þunglyndi, rætt er um einkenni þunglyndis, hvers vegna við verðum þunglynd, þær meðferðarleiðir sem hafa gefist vel við þunglyndi og hvað við getum gert til að fyrirbyggja að við verðum þunglynd.

Kvíði
Í fyrirlestrinum er fjallað um kenningar um kvíða, rætt er um einkenni, hvers vegna okkur hættir til að verða kvíðin og þær meðferðarleiðir sem hafa gefist vel við kvíða.

Námskeiði er lokið.

 

Þetta er námskeið til að læra það sem á ensku heitir „Compassion Focused Therapy“. Compassion er hugtak sem erfitt er að þýða á íslensku, orðin samkennd og mannúð ná því að einhverju leyti, en hafa ber í huga að compassion er einnig hægt að beina að manni sjálfrum, þ.e. að sýna sjálfum sér samkennd andspænis erfiðum tilfinningum og of mikilli sjálfsgagnrýni.

Kjarninn í samkennd felur í sér bæði góðvild og hugrekki til að nálgast þá hluti sem hræða okkur eða okkur finnast óþægilegir.

Samkenndarmiðuð meðferð er ung meðferðarleið sem sálfræðingurinn og prófessorinn Paul Gilbert í Bretlandi hefur lagt fram og þróað. Hún byggir á mörgum grunnstoðum m.a. á þekkingu okkar á því hvernig maðurinn hefur þróast í gegnum aldirnar, þekkingu á taugasálfræði og hvernig heili okkar vinnur. Þarna er gamalli austrænni visku blandað saman við nýja klíníska sálfræði, þróunar-og þroskasálfræði.

 

Heilsusamlegt mataræði

Í fyrirlestrinum um Heilsusamlegt mataræði er fjallað um mat, máltíðir og innkaup sem stuðla að bættri líðan og betri heilsu. Einnig er rætt um ýmsar staðhæfingar og rangfærslur um mat og fæðubótarefni sem birtast almenningi reglulega.

Aðrir fræðslufyrirlestrar

Beinþynning: Í fyrirlestrinum verður svarað spurningunni hvað er beinþynning? Fjallað um áhættuþætti beinþynningar og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Gott minni gulli betra: Fyrirlesturinn fjallar um skilgreiningu á minni, minnisstöðvar, mismunandi minni og mikilvægi minnisþjálfunar. Upphaf skipulagðar minnisþjálfunar og ekki síst nokkur góð ráð til að skerpa minnið.

Streitufræðsla

Fyrirlestraröð um hinar ýmsu hliðar streitu.

Streituþol: Fjallað er um streitu sem eðlileg viðbrögð einstaklingsins við áreiti, á hvaða hátt langvinn streita getur komið niður á heilsu og vellíðan. Bent á leiðir til að nýta eðlileg streituviðbrögð til uppbyggingar og hvernig má takast á við langvinna streitu. 

Færni og heilsa

Fræðslan um færni og heilsu er röð 12 fyrirlestra um hin ýmsu málefni er snúa að aukinni færni og bættri heilsu.

Fyrirlestrar eru haldnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:00

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023