Námskeiði er lokið.
Þetta er námskeið til að læra það sem á ensku heitir „Compassion Focused Therapy“. Compassion er hugtak sem erfitt er að þýða á íslensku, orðin samkennd og mannúð ná því að einhverju leyti, en hafa ber í huga að compassion er einnig hægt að beina að manni sjálfrum, þ.e. að sýna sjálfum sér samkennd andspænis erfiðum tilfinningum og of mikilli sjálfsgagnrýni.
Kjarninn í samkennd felur í sér bæði góðvild og hugrekki til að nálgast þá hluti sem hræða okkur eða okkur finnast óþægilegir.
Samkenndarmiðuð meðferð er ung meðferðarleið sem sálfræðingurinn og prófessorinn Paul Gilbert í Bretlandi hefur lagt fram og þróað. Hún byggir á mörgum grunnstoðum m.a. á þekkingu okkar á því hvernig maðurinn hefur þróast í gegnum aldirnar, þekkingu á taugasálfræði og hvernig heili okkar vinnur. Þarna er gamalli austrænni visku blandað saman við nýja klíníska sálfræði, þróunar-og þroskasálfræði.