Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Svefnfræðsla

Fræðsluröð um svefn:

Svefn - eðli svefns:  Um eðli svefns, hvað stjórnar svefninum, svefnmunstur o.fl.
Svefntruflanir: Um orsakir svefntruflana og mögulegar leiðir til úrbóta.
Úrræði við svefnvandamálum. Um mismunandi úrræði vegna svefnvandamála.
Svefn - draumar og martraðir: Um söguna sem draumarnir segja t.d í þunglyndi og hvernig breytingar á sögunni geta breytt líðan.

Fyrirlestrarröð um lífstílsbreytingar

Gildi þjálfunar: Fjallað er um áhrif þjálfunar á líkamlega og andlega heilsu og gefnar ráðleggingar um hvernig hægt er að halda áfram þjálfun heima. Hvað þarf að gera mikið? Hvaða þjálfun hentar best?

Góður lífsstíll alltaf: Fjallað er um mikilvægi þess að halda áfram að vinna að góðum lífsvenjum eftir að heim er komið. Hvernig hægt er að breyta lífsvenjum í skrefum og til frambúðar, ekki bara tímabundið. Markmiðssetningar og stuðningur.

Húmor (skopskyn)

Bráðskemmtilegur fyrirlestur um hvernig bæta má heilsuna og auka lífsgæðin með hjálp húmors. Á fyrirlestrinum eru ýmis sýnishorn af húmor, mismunandi tegundir og mörg spaugileg dæmi um hvernig nota ber húmor í daglega lífinu.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023