Námskeið 5.-9. nóvember – frá miðvikudegi til sunnudags -
Leiðir til jafnvægis
Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla
og langvinnrar streitu.
Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í
vatni og samtali.
Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að læra að takast á við einkenni áfalla og streitu, finna leiðir og fá ýmis
verkfæri til að auka vellíðan í daglegu lífi.
Fræðsla:
• Hvað gerist í taugakerfinu við áföll og streitu?
• Leiðir til að auka seiglu
• Hugleiðsla og áfallajóga
• Djúpslökun með jóga nidra og slökun í vatni
• Núvitund í náttúrunni
• Einstaklingsviðtöl í lok námskeiðs
Innifalið í verði er gisting, ljúffengur og hollur matur,
aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt.
Umsjón:
Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi
Sigrún Sigurðardóttir, doktor í hjúkrunarfræði
Skráning:
Sími: 483 0300
Gisting í fjórar nætur
Verð fyrir einn í einbýli 145.000 kr.
Verð fyrir tvo í tvíbýli (á mann) 120.000 kr.
5% afsláttur fyrir félagsmenn NLFR og NLFA