Gjörhygli - Þögull dagur 28. nóvember
Laugardaginn 28. nóvember verður haldinn þögull dagur og gefst öllum sem hafa komið á gjörhyglinámskeið (4 vikna og 8 vikna námskeið) tækifæri til að taka þátt þennan dag.
Við byrjum klukkan 10.00 og endum kl 16.00. Dagurinn er þögull og þögnin byrjar þegar við komum í hús og verður rofin undir lok dagskrárinnar þar sem tími gefst til að ræða upplifunina. Á meðan þögnin stendur yfir horfum við ekki hvort á annað og notum tímann til að vera ein með sjálfum okkur.
Bridget Ýr (Bee) mun leiða okkur í notalega stund og samveru í þögn allan tímann. Hreyfing - hugleiðsla, bæði sitjandi og liggjandi er hluti af dagskrá.