Sérútbúið herbergi með góðum tækjum - Maggýjarherbergi

Herbergið er við Langasand og er um 30 fm. Það er vel búið tækjum, í herberginu er sjúkrarúm, sérútbúið salerni og baðaðstaða. Fjarstýringar eru fyrir ljós og dyr. Sjónvarp og tölva er í herberginu og svefnsófi fyrir aðstandanda.

Herbergið kallast Maggýjarherbergi til minningar um Magneu Karlsdóttur úr Hveragerði sem lést úr MND-sjúkdómnum. Það voru Hollvinasamtök HNLFÍ undir forystu Ásmundar Friðrikssonar formanns sem komu herberginu upp með aðstoð fjölda fyrirtækja og einstaklinga.