Heil og sæl og gleðilegt ár.

Ég var svo heppinn að fá dvöl hjá ykkur í 4 vikur, seinni hluta nóvember til jóla. Dvölin var frábær í alla staði. Líkamsræktin hjá frábærum íþróttafræðingum og sjúkraþjálfurum er bara í heimsklassa. Fyrirlestrar fagfólks ykkar um hina ýmsu þætti í lífinu, frá kvíða eða þunglyndi til mataræðis, skildi mikið eftir og ég er enn að meðtaka. Maturinn alveg frábær og óaðfinnanlegur svo og viðmót alls starfsfólksins. - Allt gert til að okkur þiggjendum/gestum liði sem best að öllu leyti.

Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti mitt til ykkar og vona að ég fái annað tækifæri til að dvelja hjá ykkur. Ég óska ykkur öllum á Heilsustofnun gleði og hamingju á árinu og megi starfsemin eflast á komandi tímum.

Með mínum allra bestu kveðjum,

Hallgrímur Jónasson

Myndbönd frá Heilsustofnun

Hér má sjá myndbönd frá heimsókn sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Heilsustofnun og frá fyrirtækjaheimsókn ÍNN. 

N4 um Heilsustofnun

n4mynd

 

Fyrirtækjaheimsókn ÍNN á Heilsustofnun

inn myndband

 

Heilsustofnun

Grænumörk 10, 810 Hveragerði
Sími 483 0300 - Fax 483 0320
heilsa@heilsustofnun.is 

Skoða kort

stofnunarsins2022   SAM StofnunArsins2022 Merki Fyrirmyndar stofnun 2022 RGB 1122

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?