Sálfræðingur óskast til starfa

Laus er staða sálfræðings á Heilsustofnun í Hveragerði
Starfshlutfall er 60% og er staðan laus frá 1. september 2025 eða eftir samkomulagi

Hæfniskröfur:
- Íslenskt starfsleyfi

- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi

- Reynsla af þverfaglegu meðferðarstarfi er kostur

- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

- Reynsla í núvitund er æskileg

Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn
og í hádeginu er hollur og góður matur gegn vægu gjaldi.
Möguleiki er á húsnæði á staðnum og einnig er starfsmannarúta
til og frá Olís við Rauðavatn.

Umsóknarfrestur er til 23. júní 2025

Nánari upplýsingar veita:

Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri,This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 483 0300.

Birna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri lækninga This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Iðjuþjálfi óskast til starfa

Iðjuþjálfi óskast til starfa á Heilsustofnun í Hveragerði
Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað

Hæfniskröfur:
- Íslenskt starfsleyfi
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Góð þjónustulund og færni í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Í fjórða sinn í röð varð Heilsustofnun efst í sínum flokki í kjöri á “Stofnun Ársins” – Flokkur sjálfseignarstofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu.

Bókagjöf til Heilsustofnunar: Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.

Páll Halldórsson færði okkur þessa frábæru bók fyrir bókasafn Heilsustofnunar.

Í bókinni er rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá þyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar og æði misjafnar í gegnum tíðina.