Bókagjöf til Heilsustofnunar: Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.

Páll Halldórsson færði okkur þessa frábæru bók fyrir bókasafn Heilsustofnunar.

Í bókinni er rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá þyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar og æði misjafnar í gegnum tíðina.

Páll Halldórsson skrifar bókina ásamt Benóný Ásgrímssyni en þeir eru okkar reyndustu þyrluflugmenn. Sá þriðji í hópi höfunda er Júlíus Ó Einarsson þjóðfræðingur.