Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Sérútbúið herbergi með góðum tækjum - Maggýjarherbergi

Herbergið er við Langasand og er um 30 fm. Það er vel búið tækjum, í herberginu er sjúkrarúm, sérútbúið salerni og baðaðstaða. Fjarstýringar eru fyrir ljós og dyr. Sjónvarp og tölva er í herberginu og svefnsófi fyrir aðstandanda.

Herbergið kallast Maggýjarherbergi til minningar um Magneu Karlsdóttur úr Hveragerði sem lést úr MND-sjúkdómnum. Það voru Hollvinasamtök HNLFÍ undir forystu Ásmundar Friðrikssonar formanns sem komu herberginu upp með aðstoð fjölda fyrirtækja og einstaklinga.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

 fyrirmyndarstofnun2023