Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Erna Indriðadóttir skrifar hér um líf og starf Jónasar, sögu hans og stofnun Heilsustofnunar NLFÍ. Fyrirsögnin ber heitið "Hundrað árum á undan sinni samtíð".

Hér er rakin saga Heilsustofnunar allt frá því að að Jónas Kristjánsson stofnaði hæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði fyrir 60 árum og trúði því að hreyfing og hollt mataræði væru undirstaða betra lífs. Við þökkum Ernu fyrir góða grein og þá athygli á okkar starfi. Greinin birtist á vefnum Lifðu núna og má lesa um hana hér. Lesa greinina.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar