Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Nemar í sjúkraþjálfun og íþróttafræði við University of Vermont dvöldu á Heilsustofnun í mars 2016. Á meðan á dvölinni stóð gerðu þau könnun á áhrifum þess að liggja í heitum vatnsböðum í 15 mín fyrir hreyfingu. Mæld voru áhrif á blóðþrýsting, púls og öndunartíðni sem og hreyfigetu. Niðurstöðurnar voru þær að eftir að legið í heitu vatni í 15 mínútur bregst líkaminn við í blóðþrýstingi og eins og eftir upphitun fyrir æfingar væri að ræða, en hefur ekki áhrif á hreyfigetu.

Þessar niðurstöður geta komið sér mjög vel þegar um er að ræða einstaklinga með td slitgigt, þar sem verkir geta hamlað mikilli hreyfingu. Þessir einstaklingar geta þá "hitað upp" í heitu vatni, og nýtt hreyfifærnina í aktívri hreyfingu.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar