Nemar í sjúkraþjálfun og íþróttafræði við University of Vermont dvöldu á Heilsustofnun í mars 2016. Á meðan á dvölinni stóð gerðu þau könnun á áhrifum þess að liggja í heitum vatnsböðum í 15 mín fyrir hreyfingu. Mæld voru áhrif á blóðþrýsting, púls og öndunartíðni sem og hreyfigetu. Niðurstöðurnar voru þær að eftir að legið í heitu vatni í 15 mínútur bregst líkaminn við í blóðþrýstingi og eins og eftir upphitun fyrir æfingar væri að ræða, en hefur ekki áhrif á hreyfigetu.

Þessar niðurstöður geta komið sér mjög vel þegar um er að ræða einstaklinga með td slitgigt, þar sem verkir geta hamlað mikilli hreyfingu. Þessir einstaklingar geta þá "hitað upp" í heitu vatni, og nýtt hreyfifærnina í aktívri hreyfingu.