Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin, samkvæmt keppnislýsingu þessari og gildandi samkeppnisreglum AÍ.

Óskað er eftir tillögum að heildarskipulagi fyrir svæðið auk innra skipulags á byggingum Heilsustofnunar og heilsudvalarstaðar ásamt tillögum að áfangaskiptingu fyrir framtíðar uppbyggingu til lengri tíma. Gert er ráð fyrir að ráðist verði síðar í deiliskipulagsgerð á grundvelli niðurstöðu dómnefndar. Það er ósk NLFÍ að nýta landsvæðið á sem hagkvæmastan máta, en gert sé ráð fyrir stækkunarmöguleikum.

Fyrirhugað er að fjölga rekstrareiningum á svæðinu og endurnýja það húsnæði sem fyrir er eftir því sem við á. Keppnissvæðið er um 16 ha, en stærð á núverandi fasteignum er um 12.000 m2.

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 27. janúar og því síðara 27. febrúar. Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn. Skilafrestur tillagna er 8. apríl fyrir kl. 16.00.

Nánar má lesa um hugmyndasamkeppnina á vef NLFÍ með því að smella hér á krækjuna.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar