Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin, samkvæmt keppnislýsingu þessari og gildandi samkeppnisreglum AÍ.

Óskað er eftir tillögum að heildarskipulagi fyrir svæðið auk innra skipulags á byggingum Heilsustofnunar og heilsudvalarstaðar ásamt tillögum að áfangaskiptingu fyrir framtíðar uppbyggingu til lengri tíma. Gert er ráð fyrir að ráðist verði síðar í deiliskipulagsgerð á grundvelli niðurstöðu dómnefndar. Það er ósk NLFÍ að nýta landsvæðið á sem hagkvæmastan máta, en gert sé ráð fyrir stækkunarmöguleikum.

Fyrirhugað er að fjölga rekstrareiningum á svæðinu og endurnýja það húsnæði sem fyrir er eftir því sem við á. Keppnissvæðið er um 16 ha, en stærð á núverandi fasteignum er um 12.000 m2.

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 27. janúar og því síðara 27. febrúar. Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn. Skilafrestur tillagna er 8. apríl fyrir kl. 16.00.

Nánar má lesa um hugmyndasamkeppnina á vef NLFÍ með því að smella hér á krækjuna.