Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu á landi NLFÍ í Hveragerði – úrslit kynnt föstudaginn 3. júlí  kl. 15:00

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efndi í janúar 2020  til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin. Leitast var eftir tillögum að heildarskipulagi sem innifelur m.a. endurnýjun á núverandi húsnæði Heilsustofnunar í áföngum, að hluta til eða öllu leyti. Dómnefndarfulltrúar voru tilnefndir af verkkaupa og Arkitektafélagi Íslands og hófust dómstörf í júní 2020 eftir að skilafresti tillagna lauk.

https://ai.is/hugmyndasamkeppni-um-framtidaruppbyggingu/

Slóð á lýsingu: https://ai.is/wp-content/uploads/2020/02/NLF%C3%8D-Samkeppnisl%C3%BDsing-1.pdf

Innsendar tillögur voru 12 og reyndust 10 uppfylla skilyrði samkeppnislýsingarinnar og voru teknar til dóms.

Verðlaunaathöfnin hefst kl. 15:00, föstudaginn 3. júlí í Kapellunni á Heilsustofnun.

Streymt verður frá athöfninni og er slóðin https://us02web.zoom.us/j/85980266112  

Athugið að slóðina má einnig finna á ai.is og nlfi.is

Það má gjarnan hafa samband ef frekari upplýsingar vantar.

Tengiliðir:

Ingi Þór Jónsson formaður dómnefndar, s. 860-6525

Rebekka Rún Jóhannesdóttir verkefnastjóri dómnefndar, s. 844-8717

 

 

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar