Hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu á landi NLFÍ í Hveragerði – úrslit kynnt föstudaginn 3. júlí  kl. 15:00

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efndi í janúar 2020  til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin. Leitast var eftir tillögum að heildarskipulagi sem innifelur m.a. endurnýjun á núverandi húsnæði Heilsustofnunar í áföngum, að hluta til eða öllu leyti. Dómnefndarfulltrúar voru tilnefndir af verkkaupa og Arkitektafélagi Íslands og hófust dómstörf í júní 2020 eftir að skilafresti tillagna lauk.

https://ai.is/hugmyndasamkeppni-um-framtidaruppbyggingu/

Slóð á lýsingu: https://ai.is/wp-content/uploads/2020/02/NLF%C3%8D-Samkeppnisl%C3%BDsing-1.pdf

Innsendar tillögur voru 12 og reyndust 10 uppfylla skilyrði samkeppnislýsingarinnar og voru teknar til dóms.

Verðlaunaathöfnin hefst kl. 15:00, föstudaginn 3. júlí í Kapellunni á Heilsustofnun.

Streymt verður frá athöfninni og er slóðin https://us02web.zoom.us/j/85980266112  

Athugið að slóðina má einnig finna á ai.is og nlfi.is

Það má gjarnan hafa samband ef frekari upplýsingar vantar.

Tengiliðir:

Ingi Þór Jónsson formaður dómnefndar, s. 860-6525

Rebekka Rún Jóhannesdóttir verkefnastjóri dómnefndar, s. 844-8717