Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heil og sæl og gleðilegt ár.

Ég var svo heppinn að fá dvöl hjá ykkur í 4 vikur, seinni hluta nóvember til jóla. Dvölin var frábær í alla staði. Líkamsræktin hjá frábærum íþróttafræðingum og sjúkraþjálfurum er bara í heimsklassa. Fyrirlestrar fagfólks ykkar um hina ýmsu þætti í lífinu, frá kvíða eða þunglyndi til mataræðis, skildi mikið eftir og ég er enn að meðtaka. Maturinn alveg frábær og óaðfinnanlegur svo og viðmót alls starfsfólksins. - Allt gert til að okkur þiggjendum/gestum liði sem best að öllu leyti.

Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti mitt til ykkar og vona að ég fái annað tækifæri til að dvelja hjá ykkur. Ég óska ykkur öllum á Heilsustofnun gleði og hamingju á árinu og megi starfsemin eflast á komandi tímum.

Með mínum allra bestu kveðjum,

Hallgrímur Jónasson

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar