Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Fyrsta skóflustungan að nýju íbúðahverfi við Lindarbrún í Hveragerði var tekin þann 2 maí sl. og verða byggðar 84 íbúðir í fimm klösum og er áætlað afraksturinn fari í að bæta aðstöðu Heilsustofnunar.

Í Lindarbrún verða byggðar 84 íbúðir og mun allur afrakstur af sölu á þeim renna þess til að endurnýja meðferðaraðstöðu og bæta aðra aðstöðu Heilsustofnunar.

Lögð verður mikil áhersla á nálægð við náttúruna, gott göngustígakerfi sem tengist bæjarstígum og íbúar verða með þjónustusamning við Heilsustofnun sem gerir fólki kleift að huga að sinni heilsu auk þess að íbúar hafa aðgengi að hollum og góðum mat og ýmsum félagslegum þáttum.

32 íbúðir verða byggðar í fyrsta áfanga, jarðvinna er hafin og er áætlað að framkvæmdatími verði 12-15 mánuðir. Íbúðirnar verða umhverfisvottaðar og er notast við LEED vottun en þetta mun vera í fyrsta sinn á Íslandi sem LEED vottar grænar byggingar.

Áætlað er að íbúðrnar fari í sölu í janúar 2023.

Hægt er að skoða sjónvarpsþátt um verkefnið á vef Hringbrautar

Áhugasamir geta skráð sig á póstlista í gegnum heimasíðuna lindarbrun.is en þar er einnig að finna nánari upplýsingar um verkefnið.

220411 Loftmynd72

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar