Fyrsta skóflustungan að nýju íbúðahverfi við Lindarbrún í Hveragerði var tekin þann 2 maí sl. og verða byggðar 84 íbúðir í fimm klösum og er áætlað afraksturinn fari í að bæta aðstöðu Heilsustofnunar.
Í Lindarbrún verða byggðar 84 íbúðir og mun allur afrakstur af sölu á þeim renna þess til að endurnýja meðferðaraðstöðu og bæta aðra aðstöðu Heilsustofnunar.
Lögð verður mikil áhersla á nálægð við náttúruna, gott göngustígakerfi sem tengist bæjarstígum og íbúar verða með þjónustusamning við Heilsustofnun sem gerir fólki kleift að huga að sinni heilsu auk þess að íbúar hafa aðgengi að hollum og góðum mat og ýmsum félagslegum þáttum.
32 íbúðir verða byggðar í fyrsta áfanga, jarðvinna er hafin og er áætlað að framkvæmdatími verði 12-15 mánuðir. Íbúðirnar verða umhverfisvottaðar og er notast við LEED vottun en þetta mun vera í fyrsta sinn á Íslandi sem LEED vottar grænar byggingar.
Áætlað er að íbúðrnar fari í sölu í janúar 2023.
Hægt er að skoða sjónvarpsþátt um verkefnið á vef Hringbrautar
Áhugasamir geta skráð sig á póstlista í gegnum heimasíðuna lindarbrun.is en þar er einnig að finna nánari upplýsingar um verkefnið.