Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Á ársþingi ESPA – evrópsku heilsulindasamtakanna sem haldið var í Piestany í Slóvakíu, fimmtudaginn 22. september fékk Heilsustofnun afhent ESPA Innovation Award – nýsköpunarverðlaun samtakanna.

Verðlaunin voru veitt í flokki nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu fyrir meðferðina sem var þróuð og beitt á Heilsustofnun í meðferð við alvarlegum afleiðingum Covid 19 veirusýkingar.

Þessi verðlaun eru enn ein staðfesting á öflugu faglegu starfi innan Heilsustofnunar og má geta þess að þetta er í fimmta sinn sem Heilsustofnun fær nýsköpunarverðlaun hjá samtökunum.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar