Á ársþingi ESPA – evrópsku heilsulindasamtakanna sem haldið var í Piestany í Slóvakíu, fimmtudaginn 22. september fékk Heilsustofnun afhent ESPA Innovation Award – nýsköpunarverðlaun samtakanna.

Verðlaunin voru veitt í flokki nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu fyrir meðferðina sem var þróuð og beitt á Heilsustofnun í meðferð við alvarlegum afleiðingum Covid 19 veirusýkingar.

Þessi verðlaun eru enn ein staðfesting á öflugu faglegu starfi innan Heilsustofnunar og má geta þess að þetta er í fimmta sinn sem Heilsustofnun fær nýsköpunarverðlaun hjá samtökunum.