Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Þórunn Sveinbjoörnsdóttir ritar hér grein sem birtist á vefnum Lifðu núna

Fólk kemur í straumum í Hveragerði til að vera á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins. Það var árið 1955 að framsýnn læknir Jónas Kristjánsson varð hvatamaður að stofnun Heilsustofnunarinnar.

Kjarninn í hugmyndafræði hans var að efla heilbrigði, auka vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu og velferð. Þessi hugmyndafræði er alveg jafn mikilvæg í dag og hún var þá. Jafnvel enn þarfari vegna þunga áreitis á fólk í nútímalífi sem ersvo hlaðið hraða og spennu.

Greinina í heild sinn má lesa hér.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar