Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Jóga, slökun og núvitund með Ellen og Esther. 25.-27. október - UPPSELT

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags þar sem lögð er áhersla á jóga og slökun en einnig núvitund og að njóta náttúrunnar í heilandi umhverfi Heilsustofnunar í Hveragerði.

Gisting og ljúffengt heilsufæði er innifalið ásamt Gisting og ljúffengt heilsufæði innifalið ásamt aðgengi að allri aðstöðu.

Sjá auglýsingu pdf

Sjá dagskrá pdf

 

Leiðbeinendur:

Ellen S. Halldórsdóttir, kennari og jógakennari, hefur lokið 560 tíma námi í Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2014 og kennt jóga sl. 10 ár. Hún hefur einnig stundað núvitund frá árinu 2018.Ellen kennir og leiðir jóga þar sem áhersla er lögð á öndun og mjúkar teygjur. Hún tengir núvitund í æfingarnar sem hjálpa til við að finna innri frið, losa streitu og auka jafnvægi. Markmiðið er að hvíla hugann, næra líkama og sál og njóta þess að vera á stað og stund. 

Esther T. Halldórsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á Heilsustofnun NLFÍ. Hún er jógakennari, hefur lokið 240 tíma jógakennaranámi auk 20 tíma kennaranámi í Jóga Nidra hjá Jógastöðinni Yogatma og 65 stunda Jóga Nidra kennaranámi frá Kamini Desai, Amrid Yoga. Esther hefur einnig lokið leiðbeinandanámi í núvitund, Gong grunnnámi og útskrifaðist sem dáleiðari (Certified Hypnotist) frá Dáleiðsluskóla Íslands árið 2021.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar