300 milljón króna rannsóknastyrkur
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, hlotið rannsóknastyrk frá Evrópusambandinu upp á 2 milljónir evra, sem nemur rúmlega 300 milljónum íslenskra króna, til þess að sinna þverfaglegum rannsóknum á áhrifum streitu á líf barna og unglinga.
Þetta er frábær viðurkenning fyrir Ingu Dóru og hennar samstarfsmenn. Inga Dóra hefur undanfarin 20 ár sinnt rannsóknum á högum og líðan ungs fólks og reynt að átta sig á því hvað spái fyrir um heilsu og hegðun barna og unglinga. Það hafa verið birtar yfir 70 vísindagreinar frá hennar rannsókarteymi um hagi og líðan ungs fólks.