Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, hlotið rannsóknastyrk frá Evrópusambandinu upp á 2 milljónir evra, sem nemur rúmlega 300 milljónum íslenskra króna, til þess að sinna þverfaglegum rannsóknum á áhrifum streitu á líf barna og unglinga.
Þetta er frábær viðurkenning fyrir Ingu Dóru og hennar samstarfsmenn. Inga Dóra hefur undanfarin 20 ár sinnt rannsóknum á högum og líðan ungs fólks og reynt að átta sig á því hvað spái fyrir um heilsu og hegðun barna og unglinga. Það hafa verið birtar yfir 70 vísindagreinar frá hennar rannsókarteymi um hagi og líðan ungs fólks.
Vert er að geta þess að Inga Dóra situr í rekstarstjórn Heilsustofnunar NLFÍ og erum við mjög stolt af því að hafa þennan öfluga vísindamann í okkar liði.
Heilsustofnun óskar Ingu Dóru innilega til lukku með þennan veglega styrk og það verður gaman að fylgjast með hennar störfum í framtíðinni.
Hér er hægt að lesa alla fréttina á mbl.is