Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Útgáfuhóf var haldið fimmtudaginn 28. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í tilefni af útgáfu ævisögu Jónasar Kristjánssonar læknis Að deyja frá betri heimi. Það var margt um manninn og m.a. las Pálmi Jónasson rithöfundur bókarinnar upp úr bókinni. Pálmi áritaði einnig eintök af bókinni og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur flutti tölu.

Þess má geta að bókin er komi í sölu hjá Bjarti Veröld 

Á morgun, þriðjudaginn 24. október hefur verið boðað kvennaverkfall þar sem mælst er til þess að konur og kynsegin fólk þessa lands leggi niður launuð og ólaunuð störf allan daginn og mótmæli sérstaklega vanmati á störfum kvenna, kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum. Ljóst er að margir vinnustaðir loka þennan dag eða verða með mjög takmarkaða starfsemi. Víða í heilbrigðis- og velferðarþjónustu gengur það hins vegar ekki og þurfa einhverjir aðilar að vera við vinnu.

Heilsustofnun styður málstaðinn heilshugar og munum við ekki skerða kjör starfsfólks þennan dag. Hins vegar þurfum við að bera virðingu fyrir þörfum dvalargesta og gera allt sem við getum í þeirra þágu.

Ýmsir hóp- og einkatímar falla niður. Eftir sem áður geta gestir mætt og gert æfingar á eigin forsendum. Baðhús og sundlaugar verða opnar og einnig er frjálst aðgengi að tækjasal.

Við biðjum dvalargesti um að sýna skilning enda berum við mikla virðingu fyrir því mikilvæga, merkilega og ómissandi starfi sem konur leggja af mörkum hér á Heilsustofnun.

thorir haraldsson portraitÞórir Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði frá 1. nóvember nk.

Þórir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur víðtæka þekkingu af heilbrigðisþjónustu og fyrirtækjarekstri. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu sem lögmaður og framkvæmdastjóri rekstrar.

Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995 - 2001 og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum og nefndum þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil.

Fræðslunefnd NLFÍ efnir til málþings á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þingsalur 2, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 19:30.

  • Hvaða jákvæðu áhrif hafa köld böð á heilsufar?
  • Eru köld böð áhættusöm og hvað ber að varast?
  • Geta köld böð styrkt æðakerfið, minnkað bólgur og dregið úr streitu?
  • Eru köld böð og sjósund fyrir alla ?

Laus er 100% staða íþróttakennara við Heilsustofnun í Hveragerði. Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað.

Hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð þjónustulund og færni í samskiptum
  • Góð færni í íslensku

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar