Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor í ónæmisfræðum og framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu hjá Landspítala hefur tekið sæti í aðalstjórn Heilsustofnunar.

bjorn runar ludviksson

Björn Rúnar kemur inn í stjórn í stað Ingu Dóru Sigfúsdóttur og er þakkað fyrir hennar störf í þágu Heilsustofnunar.

Auk Björns sitja í aðalstjórn, Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ og Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir deildarforseti sálfræðideildar HR.