Heilsuhelgi með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi

29. nóvember - 1. desember eða 6.-8. desember- Námskeiði er lokið

Hressandi en um leið afslappað námskeið í umhverfi Heilsustofnunar

Frábært tækifæri til þess að njóta lífsins og setja heilsuna í forgang.

Geir Gunnar mun kenna þátttakendum að:

  • bera ábyrgð á eigin heilsu
  • leggja áherslu á holla næringu og reglulegar máltíðir
  • gæta að góðri meltingu
  • gera hreyfingu að daglegri venju
  • setja svefninn í forgang
  • styrkja sig andlega
  • setja sér skýr heilsumarkmið
  • tileinka sér einfaldar reglur í heilsusamlegum lífsstíl

Myndsköpun

Næsta námskeið - dagsetning í vinnslu

Námskeið í myndsköpun er byggð á sálfræðikenningum C.G. Jungs.

Leiðbeinandi er Gréta Berg hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. Námskeiðið er haldið á laugardegi frá kl.9-15 og sunnudegi frá kl.10-12

Verð fyrir dvalargesti er 8.000 kr. og verð fyrir utanaðkomandi er 16.000 kr. og með gistingu 20.000 kr.

Komdu með - betra líf allan ársins hring

7 daga heilsunámskeið dagana 14.-21. janúar 2018 - ATHUGIÐ AÐ NÁMSKEIÐI ER LOKIÐ

Hressandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan.

Námskeið í samkennd fyrir dvalargesti

Fjögurra vikna námskeið í september 2017. Námskeiði er lokið  

 Innritun Kynningarfundur Fyrsti tími Útskrift
Mán. - þri. Miðvikudagur Fimmtudagur Mán. - þri.
4. / 5.sept 2017 6.sept 7.sept 2. /3. okt
       

Á þessu námskeiði eru lokaðir hópar með 10-16 dvalargestum. Kennt er í fjórar vikur, átta skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna.

      

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?